Lýsing
Fæst í Cal. 6,5 Creedmoor, cal.308 og .223, einnig er til í hægri handar útgáfu. Kemur í samanbrjótanlegu svörtu skefti í AR-útfærslu. Picatinny rail, 24″ hlaup en fæst einnig í 20″, snittaður í 5/8″x24, 10-skota stálmagasín, byggður samkvæmt MIL/LE herstaðlinum, stillanlegur kinnpúði og eins afturpúðinn, forskeftið með M-LOK raufum fyrir aukabúnað einsog tvífætur ofl., afturskeftið með picatinny rauf fyrir monopod. Þyngdin er 4,9-5,1 kg eftir útfærslu.