Beretta A400 Xplor Haglabyssa UNICO – LIGHT – XCEL – ACTION

Ný Beretta A400 Xplor hálfsjálfvirk haglabyssa Aðeins um 3 kg !! (um 3,2kg með KO)

Beretta var að kynna nýja haglabyssu sem má segja að sé arftaki A391 línunnar. Hún er reyndar blanda af því besta úr A391 og Xtrema ásamt nokkrum nýjungum sem bónus. Helstu nýjungar eru þessar:

 

Lýsing

Ný Beretta A400 Xplor hálfsjálfvirk haglabyssa Aðeins um 3 kg !! (um 3,2kg með KO)

Beretta var að kynna nýja haglabyssu sem má segja að sé arftaki A391 línunnar. Hún er reyndar blanda af því besta úr A391 og Xtrema ásamt nokkrum nýjungum sem bónus. Helstu nýjungar eru þessar:

Endurhannað gasskiptikerfi, “B-link! UNICO”, með nýjum snúningsbolta, sem leyfir enn lengri tíma á milli þrifa heldur en hinar frábæru A391 og Xtremur. Nýr teygjanlegur hringur er nú á gasventlinum, sem hindrar að gas leki úr ventlinum. Þetta eykur þrýstinginn og gerir skiptinguna enn hraðari fyrir vikið. A400 skiptingin er mjög hröð. Beretta staðhæfir að hún skipti sér a.m.k. 36% hraðar en nokkur önnur hálfsjálfvirk haglabyssa á markaðnum í dag. Prufubyssur hjá Berettu hafa skipt uppí 30,000 skotum milli þrifa. Allt afgangsgas fer nú í hlaupið en ekki inní lásverkið. Einnig er hún gerð til þess að skipta án vandamála öllum þekktum hleðslum frá 24 grömmum uppí þyngstu 66 gramma.

3,5 tommu lásinn er jafnlangur og 3 tommu lásar og gerir hana því mjög netta. Mörgum fannst Xtreman vera nokkuð stór og þung. Þessi er hvorugt því hún er léttari en forverinn og meðhöndlunin er svipuð og með A391. Bakslagsgormurinn er utan um magasíntúbuna, einsog Xtreman, en ekki í afturskeftinu. Það auðveldar líka þrifin á gorminum. Ný og endurbætt útgáfa af bakslagsbúnaðinum sem fyrst kom í Xtremunni, Kick-Off3, minnkar bakslagið um 70% miðað við byssu án búnaðarins.

Hlaupið er unnið eftir nýrri hersluaðferð, “STEELIUM”. Þetta er blanda af Nickel, Chromium og Molybdenum sem var fundin upp til þess eins að framleiða bestu mögulegu hlaupin á markaðnum. “Optima Bore HP” er borun sem gefur bestu ákomuna sem hægt er að fá í haglabyssu í dag.

A400 Xplor er fáanleg í timburskeftum og eins í camoútfærslu og svo í svörtum skeftum undir nafninu A400 Xtreme.

 

Einnig er nú komin á markað léttari útgáfa af henni sem kallast A400 Xplor Light en sú er í meginatriðum einsog Unico en er með 3″ lás, er 200 grömmum léttari og eins er lásinn silfraður en ekki grænleitur.

Ný útgáfa sem heitir A400Xcel. Hún er sérhönnuð til nota á skotvöllum. Í megninatriðum er hún einsog Light byssan en sker sig þó úr í nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi er hún með bláum „anodized“ál- lás, í öðru lagi er hægt að skipta um framskeftisrónna með 3 mismunandi þyngdum til að bæta jafnvægið í henni. Í þriðja lagi er hún komin með „Gunpod“ kerfi sem er lítil tölva,sem felld er inní skeftið, og fylgist hún með og geymir í minni, fjölda skota sem búið er að skjóta, útihitastiginu og þrýstingnum á síðasta skoti.

 

Ný útfærsla, A400Xplor Action . Það er nánast sama byssan og Xcel en er með bronslituðum lás. Eina hálfsjálfvirka byssan frá Berettu sem fáanleg er með vinstra útkasti !

 

A400 Xcel Multitarget er sérhönnuð keppnisbyssa fyrir sporting og trap keppendur. Stillanlegur listi og skefti.

 

Nánari upplýsingar

Framleiðandi