Eley keppnisskot

  Á ELEY TV er fullt af vídéóum frá hinum ýmsu mótum þar sem Eley skotin koma við sögu.

Eley keppnisskotin hafa margsannað sig sem einhver bestu og nákvæmustu cal.22 skot sem framleidd eru. Það sést best á yfirburðum í stærstu mótum ársins í heiminum, yfirgnæfandi meirihluti verðlaunahafa nota ELEY.   Skoðið nánar á heimasíðu ELEY.

9.apr.2013 Af 18 verðlaunum í kúlugreinum á Heimsbikarmótinu í Kóreu notuð 15 skotmenn ELEY skot.

12.mar.2013 Nú gefst skotmönnum möguleiki á að fara með riffilinn eða skammbyssuna og prófa hann á test-velli ELEY í Þýskalandi. Völlurinn er staðsettur í Stuttgart en þar er hægt að prófa skammbyssur jafnt sem riffla. Á testvellinum í Englandi er eingöngu hægt að prófa rifflana.

12.mar.2013 Edge er ný gerð af skotum. Sérstök framleiðsluaðferð gerir hylkið svart að lit. Það er einnig með sömu kúlu og Tenex. Hentar í riffilgreinarnar.

20.ágú.13 Flest verðlaun á Ólympíuleikunum í London voru tekin með ELEY skotum.

19.nóv.09 Hægt er að panta tíma hjá Eley til þess að prófa riffilinn og velja sér þau skot sem henta honum best. Sama er hægt að gera með skammbyssurnar. Tímapantanir fara fram á netinu hérna.

18.nóv.09 Á prófunarvelli Eley í Birmingham var sett nýtt met þegar Bandaríska herlandsliðið var þar að velja skot fyrir næsta keppnistímabil. Í prófununum er skotið 40 skotum og var Glenn Sulser með riffil í 1813 lásnum með Shilen hlaupi að skjóta 428,0 stig eða að meðaltali 107,0 stig í hverjum 10 skotum ! Fyrra metið átti Rajmond Debevec, Ólympíumeistarinn frá Sidney en það var 426,1 sem hann skaut í nóvember í fyrra með Feinwerkbau 2700 rifflinum.

28.okt.09 Á Heimsbikarfinalnum sem haldinn var í Kína voru ELEY skotmenn með 13 verðlaun og þar af öll verðlaunin í riffilkeppnunum.

28.maí.09 Eley skotmenn hlutu öll 12 verðlaunin, í 50m liggjandi riffli, sem voru í boði á heimsbikarmótum ISSF á þessu tímabili.

  •  Smellið á skjalið til að sjá hvernig Eley kom út á 1sta móti ársins 2010
  •   Smellið á skjalið og sjáið hvernig Eley kom út á mótum ársins 2003
  •  Rajmond Debevec, sigraði á úrslitamóti ISSF í Þrístöðu 2003
  • Einnig varð hann Ólympíumeistari í sömu grein í Sidney 2000 og bætti svo bronsinu við í Kína 2008.
  • Hann notar eingöngu ELEY Tenex skot og Feinwerkbau riffla
Flokkur:

Nánari upplýsingar

Framleiðandi