Lýsing
Sako 100 riffill. Nú styttist í að þessi verður fáanlegur. Þessi er í vönduðu viðarskefti. Með honum kemur Optilock basi þannig að aðeins þarf að bæta við hringjum sem hæfa þeim sjónauka sem fer á hann. Skiptihlaupin munu svo verða til afgreiðslu fljótlega í ýmsum kaliberum. Hann kemur í stuttri vandaðri tösku. Hlauplengdir í boði eru tvær, 20″ og 24″. Boltinn er heilsteyptur DLC-kótaður Sako bolti með 3 löggum. Ólafestingar fylgja með. Gikkþyngdin er stillanleg í 6 þrepum frá 750g uppí 1750g. Einnig er hægt að færa hann til um 7mm fram og aftur. Torque lykill fylgir með til að taka hann í sundur. Hann er beddaður í álblokk. Alllir stálhlutir hans eru ELITE-Cerakótaðir sem gerir hann einstaklega vel varinn fyrir utanaðkomandi sóðaskap. Hlaupið er snittað í M15:1.
Hann verður fáanlegur fyrst um sinn í kaliberum 308 Win, 6.5 CRM, 300 Win Mag og 375 H&H.
Fljótlega bætast við 243 Win, 6,5×55 SE, 270 Win, 30-06 Sprg, 8x57IS, 9.3×62, 7 mm Rem Mag