1. Vörur
  2. BERETTA
  3. Tvíhleypur
  4. Beretta DT11 Sporting B-Fast

Beretta DT11 Sporting B-Fast

1.878.000 kr.

Flokkar: ,

Lýsing

Lýsing á helstu kostum

Fagleg fullkomnun. 

Útlit, mál, þyngd, jafnvægi, ákoma hagla … allt í sambandi við nýjustu keppnisbyssuna frá Beretta verksmiðjunum á Ítalíu, hefur verið vegið og metið af atvinnumönnum, jafnt tæknimönnum sem skotmönnum, og allt gert til að uppfylla þeirra kröfur og aðeins meira. Þróunin frá forvera hennar, DT10, er að skila hreint frábærri byssu.  Lögunin á skeftunum var hönnuð eftir ráðleggingum frá bestu skotmönnum í heimi. Þyngd allra hluta byssunnar gerir það að verkum að þyngdardreifing og jafnvægi hennar gefa hámarksútkomu í hverri grein. Hlaupin eru sérhönnuð fyrir hverja gerð greinar, breytileg í þykkt, miðjulistagerð og sjónlínu.

Óaðfinnanleg smíði.

DT11 byssurnar eru sérsmíðaðar einsog „Premium“-flokks byssur, þar sem hver smáhlutur fær sérstaka meðferð og gerir hverja byssu einstaka,  sem að lokum gefur skotmanninum verkfæri sem hefur fengið persónulega meðhöndlun frá snillingunum hjá elstu byssuframleiðendum í heimi.

Framúrskarandi gæði.

Nokkrar merkar þróanir setja Beretta DT11  á stall sem engin keppnisbyssa á markaðnum kemst nálægt: Ný hönnun og meðhöndlun á  hlaupinu Steelium-Pro. Þetta er fáanlegt á nokkrum gerðum og minnkar verulega bakslag, bætir haglaákomu og nýtir hámarkshraða hagla. Ný gerð keppnisþrenginga, „Optima Bore HP“. Þau eru lengri og þynnri, og meðhöndluð að innan til að jafna ákomu sem allra best. Nákvæm punktákoma (Point of impact). Módelin fyrir Ólympískt Trap, Skeet og Sporting hafa venjulega miðjuákomu en fyrir Amerískt trap er ákoman töluvert hærri. Nákvæm massadreifing. Þetta gerir það að verkum að massadreyfingin er jafnhliða fyrra hlaupi (neðra) og eyðir svo til öllu uppkasti vegna bakslags og gefur því hraðari viðbrögð við seinna skoti.

Öryggi og þægindi.

Bókstafirnir DT í heiti byssunnar standa fyrir skiptanlegur gikkbúnaður „Detachable Trigger“ og leggur það áherslu á þægindin og einfaldleikann við þennan búnað. Hann er tekinn úr í þremur þrepum og ólíkt samkeppnisaðilum, er það einungis hægt þegar byssan er opin og kemur í veg fyrir hættu sem annars gæti orsakast af þessu. Gikkinn er hægt að stilla með meðfylgjandi  skrúfjárni eftir hentugleika hvers skotmanns. Ný og frábær hönnun á hlaupopnaranum er byggð á kröfum bestu skotmanna í heimi, auðveldara er að opna byssuna og auðveldari notkun fyrir vinstri handar skotmenn. Öryggið er hannað til að gefa sem best tak og mýkstu notkun. Eldsnöggur lokunartími og silkimjúkur gikkur, er tryggt með „V“-laga aðalfjöðrum.

Ævilangur áreiðanleiki.

Til að auka styrk og endingu DT11, hefur Beretta hækkað og þykkt skothúsið sjálft. Breidd og lögun útkastaranna leyfir stanslausa notkun árum saman. Forskeftis járnið er búið skiptanlegri ró, meðhöndlaðri fyrir stöðugt álag, til þess að tryggja fullkomna snertingu þess við hlaupið.

Frábær ending og útlit.

Skeet og Trap módelin eru með svörtum lás en Sporting módelið er með tvílitri matt silfraðri áferð. Hágæða viðarskeftin eru handunnin með olíu.Forskeftið og handgripið eru útskorin til að tryggja frábært gripð og eins til að leggja áherslu á heildarútlit byssunnar. Með því að festa framskeftisjárnið með földum skrúfum, er áhersla lögð á þægindi jafnt sem útlit. Með öllum gerðunum fylgir svo með sterk taska með ýmsum aukahlutum.

Stillanlegt afturskefti með Minniskerfi.

Með sumum DT11 Trident er hægt að fá stillanlegt afturskefti. Þetta gerir skotmanninum kleyft að stilla hæð kambsins eftir eigin þörfum og jafnframt er hægt að stilla kast skeftisins (off-on). Þessi búnaður er með læsibúnaði, sem Beretta hefur einkaleyfi á, til að tryggja að skeftið breytist ekki eftir að búið er að stilla það. Merkingar tryggja nákvæmar stillingar.  Einnig er hægt að fá hana með grófunnu skefti og eins eftir málum.

Verðið er breytilegt eftir módelum. Hafið samband við okkur ef þið viljið fræðast meira um þennan kostagrip.  Sýnsihorn á staðnum !